fimmtudagur, febrúar 16

Jiminnneini.....

Fjórði dagur veikinda og hitinn ennþá á sama bili. Þetta er verða æsispennandi, búið að skipta yfir í íshokkí og meiri krulluíþróttur á Olympíuleikunum. Líst illa á ef að maddaman á að vera sófaþáttakandi í öllum ólympíuleikunum. Hafragrauturinn klárast á morgun ef að haldið verður áfram að éta hann í morgunmat, hádegismat og eftirmat!!! Maddaman var að pæla í að fá sér gin út á hann seinnipartinn bara svona til að gera eitthvað spennandi. Þið sjáið í hvað stefnir....Bara einn búin að óska eftir stellinu...greinilegt að menn eru ekki áhugasamir um að hagnast á ótímabæru andláti maddömunnar!!!

2 ummæli:

Olga sagði...

Ég hef nú alveg áhuga á stellinu get nú ekki neitað því. En langtum frekar myndi ég vilja hafa þig fullfríska. Vona að þú sért að skríða saman. En annars hér er uppskrift af orku(hafra)graut sem ég borða mjög oft. Setur smá tilbreytingu í þennan venjulega.

Grófir hafrar (must) soðið eins og lög gera ráð fyrir. Kryddað með kanil og vanilludufti (bara smá) borið fram með niðurskornum banana, hindberjum og ískaldri sojamjólk (með eplasætu). Þetta er algjört nammi.

Láttu þér líða betur,
Olga

SBS sagði...

Takk fyrir Olga mín! Þetta er einmitt spariútgáfan af mínum graut;O)