Maddaman þakkar aðdáendum síðunnar kærlega fyrir árnaðaróskirnar.
Afmælisbjóðið heppnaðist vel og alltaf gaman að fá vini sína til sín. Maddaman var reyndar seinni en allt sem seint er og mestur parturinn af veitingunum var framleiddur meðan gestirnir stóðu við. En þar sem maddaman er svona heppin að vera með "alrúm" he he þá er hægt að sinna gestunum á meðan og vonar að henni sé fyrirgefið.
Nú seinnipartinn breyttist þetta samkvæmi í partý sem endaði á því að farið var á kántrí ball í húsi Færeyinga. Þetta var í sama anda og hægt er að ímynda sér ungmennafélagshátíðir fyrir 30 árum á Íslandi. Kántrý þema, tombóla (á efri hæðinni) og hryllilega fyndin hljómsveit..Færeyingar eru ekki hávaxnasta þjóð í heimi, karlmennirnir yfirleitt frekar lágvaxnir og samnreknir og miklir um herðarnar og þegar þeir eru búnir að reka kúrekahattana á hausinn á sér eru þeir alveg eins og hobbitar;O)
Svo voru ýmsar þjóðsagnapersónur austur á Héraði mættar, bara færeyskar. Afskaplega mikil kaupstaðarlykt af mörgum hverjum.
Maddaman sneri hins vegar á sér Neðra- Hnésfótinn á föstudagskvöldið og er eins og áttrætt gamalmenni tilsýndar. Maddaman vonar að hún þurfi ekki að leita dýralæknis í vikunni.
Og síðast en ekki síst, þá fékk maddaman afmælisgjöf sem vert er að minnast á.
Það voru lögð frumdrög að henni fyrir u.þ.b.níu mánuðum síðan, sennilega er þó enn lengra síðan farið var að ræða um gjöfina. Klukkan 14 mínútur í 4 aðfararnótt 25. febrúar var göfin tilbúin og henni pakkað út á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Það reyndist vera lítill drengur (það var reyndar búið að lofa maddömunni stúlkubarni en það er nú ekki hægt að fá allt). Maddaman er hæstánægð með æskuvinkonuna sem alltaf gerir það sem hún er beðin um;O)
Hins vegar neitar hún að skíra drenginn Sesselíus sem að maddömunni þykir tignarlegt nafn og vel við hæfi. En maddaman ætlar að leggja til að hann fái ættarnafnið Seljan næst þegar þetta mál ber á góma.
mánudagur, febrúar 27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli