miðvikudagur, nóvember 9
Twinkle twinkle little star.....
Maddaman fékk netpróf í dag sem að hún leysti samviskusamlega, hvaða fræga mann hún vildi deita. Að sjálfsögðu kom George Clooney upp og var maddaman mjög ánægð með það, enda hefur hún vitað lengi að Clooney væri maður fyrir hana. Hann veit það bara ekki sjálfur!" Nú eins og allt kvenfólk varð maddaman að prófa það næstbesta og það var að sjálfsögðu Brad Pitt og þriðja valið var sjálfur James Bond (Pierce Brosnan). Maddaman getur svo sem látið þá duga ef að Clooney er ekki tilkippilegur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Grunar að Clooney þessi sé bæði minni og ljótari en myndir gefa til kynna - ef einnig er tekið tillit til aldurs kappans sem ég held að hljóti að vera í kring um 50 árin þá tel ég að það séu margir vænlegri kostir í Evrópu t.d. í Skagafirði.
Kveðja frá þinni neikvæðu stóru sys
Ja, við verðum þá að slást um Clooney því að ég fékk hann líka. Annars veit ég ekki hvursu mikið er að marka þetta því ég valdi einn gráhærðan, í mjúkum holdum sem vildi borða steik og franskar og þá fékk ég Ben Affleck.
/O
Ég vil ekki gamla menn bara nýlega og lítið notaða......og Affleck er bara minn maður;O)
Skrifa ummæli