þriðjudagur, nóvember 22

Þánkar.....

Maddaman hefur mikið verið að kynna sér löggjöf í kringum fatlaða og þurfamenn (nútíma kúnnar félagsmálastofnunnar). Ef að nútímafólk væri betur að sér um það hversu réttlaus og vonlaus lífsbarátta þessa fólks var fram á 20. öldina, þá held ég að fólk myndi hugsa sig tvisvar um áður en það kvartar undan aðbúnaðinum í dag. Til dæmis voru þurfamenn ekki með kosningarétt né fjárræði fyrr en 1936. Hreppaflutningarnir frægu hafa nú verið í gildi fram á þennan dag nánast. Þegar Kópavogshæli var leyst upp voru vistmenn þess fluttir hreppaflutningum heim til fæðingarstaðanna. Maddaman er þó ekki að segja að það sé ákjósanlegt að vera öryrki eða þurfa að þiggja aðstoða félagsmálastofnunnar en það hefur margt breyst til batnaðar á ekki ýkja mörgum áratugum.
Sem betur fer, það á alltaf að verða framþróun ef að hún er til góðs.

Engin ummæli: