Maddaman eyddi fyrri part næturinnar með þremur karlmönnum. Séra Páli Pálssyni, Séra Gísla og Brandi sem var ekki séra. Sérstaklega er fyrra líferni Páls ekki til þess fallið að eyða með honum nótt. Þetta leiddi til þess að maddaman var afskaplega framlág í morgun og ekki í stuði að hitta þessa kavalera sína fyrr en um hádegi. Svo þegar endurfundir voru komnir á, þá brestur hér á með einhverjum ægilegum konsertum. Maddaman heyrir allt að því betur í músíkinni en þegar hún var á U2 forðum;o)
P.S. Nágrannar maddömmunnar eru greinilega líka stundum vakandi fyrri part nætur, fregnir bárust af því að 9 barnið á ganginum hefur hugsað sér að koma í heiminn í vor. Dæs dæs það er gott að maddaman er á leið í annað húsnæði þegar sumra tekur!
föstudagur, nóvember 11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli