Maddaman er búin að vera í vinnufötunum straight síðan "før fanden fik sko på" það þykir maddömunni skemmtilegt danskt orðtak, það útleggst á íslensku áður en fjandinn gat látið upp skóna. Í nótt ætlaði maddaman að leika á sjálfan sig og stinga af á djammið eftir að kvöldverkunum lauk, en féll á eigin bragði og þurfti að fara 4 sinnum út í nótt að opna fyrir villuráfandi sauðum. Þeim síðasta klukkan rúmlega sex sem að var glaðbeittur og spurði maddömuna hvort að hún væri ekki til í sofa hjá honum fyrst að hún væri búin að opna herbergið hans og væri hvort sem er þarna verklaus
.Maddaman hélt alveg kúlinu og leit á klukkuna og sagði, jú ekkert mál en villtu ekki bíða þangað til eftir klukkan 7 þá er komin dagtaxti!! Það var fátt um kveðjur af drengsins hálfu en maddaman flissaði sig inn í draumaheim. Dagurinn er síðan búin að vera afskaplega brösulegur vegna þess að tölvukerfið sem að stýrir opnunum á hurðunum bilaði í nótt (sem að skýrir allar þessar ferðir í nótt). Þannig er maddaman búin að vera stanslaust á hlaupum að hleypa fólki út og inn. Ekki gekk ruslatakan neitt vel, endaði með smá minnihátttar vinnuslysi og maddaman tilkynnti le inspector að ef að hann ræki hana ekki í fyrramálið þá mundi hún sjálf segja upp!!!
En út af öllu þessu brauki er maddaman af Kaupmannahöfn í þessum töluðu orðum að missa af 2 ára afmæli Krónprinsins af Hróarskeldu. Maddaman lýsir hér með yfir harmi sínum að gera ekki verið viðstödd en lofar að koma með pakkana þína eins fljótt og unnt er. Knús frá Köben
sunnudagur, nóvember 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hahaha nokkud sterkur thessi med dagtaxtann!!! Godur!
eg veit ekki hvernig verdur med hittinginn... tad er alltaf eitthvad svo mikid ad gera (sem er samt furdulegt tar sem eg er ekki ad gera neitt) en eg vona samt ad tetta hafist ad lokum og vid getum allavega fengid okkur einn godan danskan skitakaffibolla.:) eg hef samband i næstu letiferd til køben.=)
Hvurjum dettur sú firra í hug að mig vanti eitthvað frá Harley Davidsson!!!!
Perla hringdu næst þegar þú ert í búðarferð;o)Getur annaðhvort droppað við í svítu minni eða við drukkið almennilegt kaffi (ég veit hvar það fæst!!)
kveðjur
Skrifa ummæli