fimmtudagur, nóvember 3

Tiltektir

Maddaman horfði á Allt í drasli áðan sér til hressingar. Þar var verið að taka til hjá Önnu frá Hesteyri í Mjóafirði og var það prógramm í heilum tveimur þáttum. Þetta var mikið góðverk að taka að sér að ryðja út hjá gömlu konunni því að satt best að segja hefði ég trúað sjónvarpsstöðinni til að afþakka þetta verkefni. Hins vegar vonar maddaman að framvegis fái konan einhverja félagslega aðstoð til þess að halda þessari tiltekt í horfinu og jafnvel aðstoð til að hressa eitthvað upp á þetta húsnæði. Maddaman ætlar ekki að dæma dýrahald innabúðar, þrátt fyrir að það hafi aldrei verið praktíserað í Sumarhúsum nema verið væri að hlýja litlum lasburða lömbum (fyrirburar nútímans). Maddaman vildi þó frekar hafa rollur en mýs innanbúðar hjá sér (veit hins vegar að Anna er líka búin að prófa það)Hins vegar er svona umgangur ekkert einsdæmi og fólk þarf ekkert að ganga af göflunum neitt vegna þess.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Talandi um dýrahald innandyra - í þessum töluðum orðum standa yfir veiðar á músartetri sem hefur álpast inn um um opnar útidyrahurðir á sveitasetri voru. Skv. lýsingum dætra minna er músin sú á stærð við vetrarfóðraðan gemling og sáluheill manna er að veði að hún veiðist sem fyrst.
Kveðja sys

SBS sagði...

jamm það dugir náttlega ekkert minna en haglarinnn á svona skepnur....Er þetta ekki bara Disney mús kannski???

Elsa sagði...

Með þessari fyrirmyndar dagskrárgerð hefur skjáseins mönnum tekist að fá þann þjóðflokk sem minnst horfir á sjónvarp til að ánetjast glápinu. Meira að segja móðir vor missir aldrei af þætti og er hún nú ekki þekkt fyrir að horfa á sjónvarp nema ef vera kynni einstaka áramótaskaup.

Svo mæli ég með því að frú Ingunn sendi Hesteyrarfrúnni músartetrið í hraðpósti um leið og hún næst, sú gamla ku víst öngvar mýs eiga lengur, er voðalega einmanna og er komin með snert af jólakvíða af þeim sökum

kv. ElsaGuðný

SBS sagði...

Jahérna hér mýsnar hafa ekki þolað við eftir að búið var að hreinsa svona til! Gleðst yfir hinu ómögulega að Día frænka mín skuli vera farin að sjá af stund fyrir sig í að tylla sér fyrir framan sjónvarpið;o)
Bestu kveðjur í heimalógunina...já sambönd mín eru ótrúleg!