Maddaman var að horfa á íslenska "baslarann" eins og gárungarnir nefna hann. Nú er maddaman vel kunnug piltinum og hefur ef til vill spillt mörgum árum meðan tækifærin voru góð. Maddömunni finnst vegur hans og virðing hafa aukist í þáttunum og þó sérstaklega núna í þessum síðasta þætti (maddaman hefur ekki séð þetta alveg allt samt vegna ónógra skilyrða eins og það hét í gamla daga)
En maddaman skilur ekkert í því að baslarinn skyldi gefa puntuðu síðkjóladömunum MultiPott sem að hlýtur að vera einhver mjög fjölhæfur pottur!
Það er ábyggilegt að maddaman hefði rotað baslarann og hvurn þann sem að dirfst hefði að gefa henni potta&pönnur í tækifærisgjöf eða jólagjöf. Maddaman hefur móttekið salt&piparsett og hnífasett frá karlmönnum, sitthvorum þó og eru dagar þeirra taldir (í lífi maddömunnar allavega) og reiknar hún ekki með að hitta þá hvorki í þesu lífi né seinna lífi.
Semsagt leiðin að hjarta maddömunnar næstu 60 jólin eða svo eru ekki eldhúsáhöld og ef að einhverjum dettur til hugar að baðvogir séu sniðug gjöf, þá verður hnífasettahöfðinginn að eiga það litla sem hann á, en hann hafði vit á að velja gott merki sem að bítur vel!!!!
fimmtudagur, nóvember 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Heyrðist á Eddu afhendingunni "og nú er farið að framleiða sjónvarpsefni þar sem 15 tattóveraðar einstæðar mæður eltast við smið með björgunarhring, maður þarf nú bara að fara á næsta bar til að sjá það" algjör snilld ;) En eins og ég segi og mun alltaf segja hann lítur ágætlega út í jakkafötum í KYRRMYND.
Nei hann sagði til hvers er þá Kaffi Reykjavík....ef ekki til að sinna þessu. Einn af fáum góðum bröndurum á þeirri hátíð!!
Skrifa ummæli