Maddaman sér að menn er með öll spjót úti í makaleitinni og meðal annars að nota bloggið til að koma frá sér tilfinningum sínum, leita ráða í ástamálum og slíkt!
Ekki vildi þó betur til en að aðilinn sem verið var að lýsa velþóknun sinni á blogginu en jafnframt brigsla um framtaksleysi í samskiptum hafði samband við viðkomandi bloggara og frábað sér umtal á bloggsíðunni.
Maddaman var ekki búin að átta sig á að hér væri staðurinn til að auglýsa eftir lítið notuðum, kassavönum, drykkfelldum skemmtilegum hestamanni, gjarnan Skagfirðing og mætti eiga örlítinn kvóta, sama af hvaða dýrategund!!! Þetta finnst maddömunni ekki miklar kröfur og skorar á lesendur síðunnar að beina öllum svona mönnum á síðu maddömunnar og þá geta lesendur fylgst með þessu ferli í beinni og engir óþarfa milliliðir!!!
mánudagur, maí 9
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hei um hvaða blogg ertu eiginlega að tala, endilega að vera ekki með hálkveðnar vísur hérna, æsir upp í manni forvitnina!!! Og hérna já ég skal fara í það að leita að einum kassavönum handa þér, er ekki skilyrði að hann geti tjáð sig á erlendum tungum eða eru engar sérstakar kröfur um svoleiðis?
Held nú að Skagfirðingar tali bara mest íslensku hátt og skýrt!!! En jú auðvitað bara eins og með stóru, flottu jeppana þeim um meiri aukabúnaður því betri ekki satt? Ég skal segja þér bloggslóðina við tækifæri!
SBS
Skrifa ummæli