Þá er síðasti útburðurinn í bili búinn og búið að skúra sig út úr dyrum. Vinkonur maddömunnar flúnar á ný mið, önnur til Íslands fyrir rúmri viku þar sem hlutirnir gerast greinilega en hún er búin að fá sér vinnu og bíl og íbúð svo lítið eitt sé upp talið!
Hin vinkonan flutt upp í afdali með danska manninn, gamla barnið og nýja barnið sem er alveg að fara að fæðast! Það er ekki laust við að maddaman verði pínulítið angurvær yfir vinkonumissinum og einnig vegna þess að óneitanlega fer að styttast í það að maddaman þurfi sjálf að fara að skúra sig út. Maddaman er voðalega hrædd um að hún muni fella tár ekki af því að það verði erfitt að flytja, heldur vegna þess að vissum kafla í lífinu mun ljúka. En það borgar sig ekki að taka út sorgirnar fyrirfram!
Það barst til tals áðan að það er einkennilegt hvað menn eru lítið spenntir fyrir því að hjálpa öðrum að flytja og allir eru mjög uppteknir þá af ýmsustu verkum. Maddaman er búin að standa í miklum flutningum um dagana bæði fyrir sjálfan sig og aðra. En þegar hún fer að hugsa til baka þá hefur hún oftast verið ein, síðast þegar hún flutti fékk hún hjálp með rúmið og sófann sem að var það eina sem að hún gat ekki sett á herðarnar! En það er líka fínt að vera sjálfum sér nógur.
En maddaman hefur engar áhyggjur af því að hún þurfi að flytja ein næst, því að Brennu-Böðvar er búin að bjóða fram aðstoð sína og vinkonurnar tilvonandi eiginmenn sína!!!! Miðað við undirtektirnar á síðasta bloggi telur maddaman ólíklegt að eiginmaður hennar verði með í flutningunum!!!!
fimmtudagur, maí 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli