Dagur verkalýðs hefur sannarlega verið haldinn hátíðlegur hérna á Eyrarsundssgarði.
Fyrst fór maddaman ásamt Hróarskeldubændunum á safn hérna í nágrenninu sem að heitir Litla-Myllan og er gömul mylla eins og nafnið gefur til kynna, sem að var upphaflega malað korn í en var innréttuð sem íbúðarhúsnæði um 1920 og það ekkert smá húsnæði! Húsmóðirin bjó þarna fram undir 1972 en þá fór hún á elliheimili og það er bara eins og hún hafi skroppið út í göngutúr, inniskórnir og sloppurinn í forstofunnni. Þetta var afskaplega gaman! Maddaman sér í hendi sér að maddömumóðirin mundi hafa gaman af slíkri kynningu.
Nú síðan var haldið heim og snædd súkkulaðikaka sem að maddaman bakaði i tilefni dagsins og svo kíkti stórfjölskyldan ofan úr Herlev við í kaffi þannig að þetta var allt hið besta mál.
Maddaman er hins vegar alveg afvelta eftir þetta súkkulaðikökuát og hyggst reyna að taka hraustlega á því í bikkinu á morgun:o) Batnandi mönnum er best að lifa.......
sunnudagur, maí 1
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli