Maddaman telur sig vera búin að syrgja innbrotið í Kardemommubæinn nóg (eins gott að þjófarnir voru ekki á höttunum eftir Soffíu frænku sjálfri!!) Í samvinnu við banka allra landsmanna og skólabróðurbankafulltrúans (sem að maddaman talaði svo lengi við í síma um jólin að kona Sumarhúsabóndans hélt að maddaman væri að tala við einhverja vinkonu sína!) stendur til að fjárfesta í nýrri tölvu í vikunni! Neyðarplönin voru þau að maddaman tæki að sér að esskorta ljúfa bissnessmenn einu sinni í viku fram undir sláturtíð en þetta bjargaðist. Önnur fjáröflunarleið er sú að sarga á harmonikku fyrir framan verslunarmiðstöðina en miðað við útganginn á viðkomandi einstaklingum telur maddaman að hún muni einungis geta safnað sér fyrir vasareikni!
Þá fara nú hjólin að snúast á nýjan leik í lífi maddömunnar og leikritið getur haldið áfram. Maddömuna langar hins vegar til að biðja lesendur sína um að hafa augun opin ef að þeir vita af ljúfu ljóni sem langar að flytja til Köben og gæta 28 fermetra íbúðar og einnig væri gott ef ljónið gæti gripið í létt heimilisstörf!
Að lokum vill maddaman bjóða maddömmusysturina sem er ein sinna tegundar eins og þar stedur velkomna í hóp lesenda. Það hlaut að draga til tíðinda með þessi góðu rannnsóknargen!!!
mánudagur, maí 23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Maddömusystirin þakkar hlý orð í sinn garð og mun gerast öfgafullur aðdáandi síðunnar. Sömuleiðis vill hún gratúlera m. að tölvumál Karedmommubæjarins komist í rétt horf - öll él birta nefnilega upp um síðir - þó það líti nú reyndar ekki út fyrir það á vorum æskustöðvum um þessar mundir - þar sem mér skilst að tíðarfar sé ekki sérlega vinveitt sauðfjárbúskap Din sys
Skrifa ummæli