miðvikudagur, janúar 24

Gúrkutíð...

Jæja maddaman er að blogga í vinnunni en það hefur verið eitthvað sérlega rólegt bæði í dag og í gær. Maddaman hefur staðið fyrir framkæmdum á heimili sínu sem aðallega hefur gengið út á að reyna að henda og fara með í sorpu það sem ekki er þörf fyrir. Einnig hefur skrifstofuaðstaðan fyrir verktakavinnuna verið skipulögð í einu horni stofunnar og gluggatjaldamál eldhúsins verið skipulögð. Nágrannarnir eru greinilega búnir að fá nóg af því að sjá mig berrassaða á hlaupum um húsið því þeir eru nánast alltaf orðið með dregið fyrir svo að það verður að reyna að hlífa þeim. Annars myndi henta maddömunni prýðilega að það félli verðið þarna í nágrenninu.

2 ummæli:

reynir sagði...

Fyrirspurn vegna umræðu um Skarfinn: Er búið að opna hann aftur? Eða flutti hann? Var nefnilega búið að loka þegar ég ætlaði einhvern tíma þangað með vinkonu minni.

SBS sagði...

Skarfurinn lokaði og skipti um nafn til að "udvide sin kundegruppe" sem að þýddi að fá einhverja aðra en færeyinga og stöku villuráfandi íslendinga og grænlendinga. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel og þá skipti hann aftur í nafnið Skarfurinn;O)
bestu kveðjur