Maddaman brá sér til Köben á fimmtudaginn í síðustu viku og dvaldi fram á mánudagskvöld. Borgin fagnaði sínum fyrrum íbúa afskaplega vel og allir góðu vinir maddömunnar í borginni báru hana á höndum sér og héldu fyrir hana matarboð og voru til í hina ýmsustu hitttinga!Útsölurnar voru aðeins skoðaðar og sumt varð náttúrulega bara að fá að flytja til Íslands af því sem þar var!! Síðan fór maddaman með færeysku vinkonum sínum á Skarfinn á laugardagskvöldinu og var það hin besta skemmtun eins og alltaf þegar við "böllumst" saman. Það er búið að bóka maddömuna aftur á Ólafsvöku, en Paul Jakki pabbi Sönnu er sérstaklega áhugasamur á að fá "þessa viðræðugóðu stúlku" aftur til dvalar og stúlkan viðræðugóða slær jafnvel til!!!!
Annars brosir lífið sérstaklega við maddömunni þessa dagana þessvegna glottir maddaman við tönn og brosir aftur til lífsins.
fimmtudagur, janúar 18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli