Maddaman þarf að gera syndajátningu. Maddaman liggur á vefsíðum bílasala um þessar mundir. Ástæðan er sú að maddaman er að gefast upp á bílleysinu eftir tæpa tveggja mánaða dvöl. Jámm og fuss. Það er ekki aðallega vegn þess að það sé óþægilegt eða erfitt að fara í vinnuna eða að hjóla um í Vesturbænum og veiða í matinn. Nei ástæðan er sú að maddaman þarf að fara svo víða í vinnunni að þetta bílleysi hentar henni illa. Svo togast nískudýrið og lúxusdýrið á í madömmunni stanslaust!!!!!
Jamm það kemur nánar af þessu síðan
mánudagur, október 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Híhí,
Fáðu þér bara bíl fyrr en síðar - þú átt hvort eð er eftir að gera það!
Vinkonur mínar fluttu heim frá Noregi fyrir nokkrum árum og ætluðu að vera bíllausar. Ég gaf þeim nokkrar vikur - held að þær hafi keypt bílinn 10 dögum eftir heimkomu!
Bestu kveðjur!
Við komum heim frá Brighton, búin að vera bíllaus í 9 mánuði, ég kasólétt og við með 1 árs barn og búin að komast vel af án bíls. Við ætluðum sko ekki að fá okkur bíl í Rvk. Í annað skiptið sem ég var búin að bíða í nístigskulda í 20 mín eftir strætó sem kom svo EKKI, gáfumst við upp.
Kv, Inga Jóns
Blessuð frænka og velkomin á klakann!!! Það var rétt af mér að yfirgefa svæðið áður en þú gerðir innreið! Takk fyrir innlitið á síðuna mína, gaman að heyra frá þér og nú hef ég grafið þína síðu uppi og lofa að vera þónokkuð reglulegur gestur þar...enda ekki lítið góð dægrastytting að lesa ritsnilld þína. Gerist vart betra. Vona þú hafir það gott og sért ánægð í nýju vinnunni þinni. Þetta með bílinn, verst að vera nýbúin að selja þennan fína Toyota avensis, hann hefði henntað þér fínt en við eigum íbúð í vesturbænum handa þér, fín piparmeyjaríbúð;-)
Kær kveðja frá Svíjanum
Skil þig vel, það er alveg vonlaust að vera bíllaus á klakanum. Vertu ekkert að þrjóskast við, keyptu bara bíl.
Kveðja Elísabet
Skrifa ummæli