miðvikudagur, október 11
Litla fólkið......
Í morgun fór maddaman og hitti allra minnstu íslendingana í augnablikinu. Þeir létu ekki mikið yfir sér né fyrir sé fara. Maddaman hugsar til þeirra í kvöldbænunum og biður þess að þau fái að stækka og þroskast og allra helst að þau þurfi ekki að leita þjónustu maddömmunnar í framtíðinni. Það er gott að staldra við í amstri hversdagsins og setja sín eigin vandamál í perspektív og hugsa hvað maður á gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli