laugardagur, október 28

Fjáreyjunostalgígja.....

Maddaman vill byrja á því að þakka fyrir hamingjuóskir með litla Yaris og mikið rétt þetta er fyrsta handtaskan á hjólum sem maddaman hefur eignast um dagana. En maddaman hafði aðgang að bíl sumarið 2000 og þótti það mikill lúxus. Af maddömunni og Yarisnum er það helst að frétta að þau venjast vel saman og eru búin að fara í æfingarferðir í vinnuna og hér í Vesturbænum þar sem þau er hagvön bæði tvö.
Lúxus kvöldsins hefur verið að sitja heima og sinna manni sem vanræktur hefur verið um stund og hlusta á Orminn langa sem að maddaman fótatraðkaði við ásamt nokkur þúsund öðrum og er ein af þessum stundum í lífi maddömunnar sem henni hefur fundist hún lifa. Það er erfitt að útskýra það alveg í botn en Þórbergur Þórðarson orðaði það svoleiðis í sögunnu um Lillu Heggu að nokkrir dagar væru þannig að þeir spásséruðu með manni ævilangt í minningunni.
Einnig hefur verið hesthúsaður én øl (þó ekki Færeyjabjór) og rifja upp Ólafsvöku 2006 sem var klárlega skemmtileg ferð og eru gestgjafarnir búnir að bjóða maddömuna velkomna 2007 og er það komið í sumarleyfisnefnd. Annars langar maddömunna að biðja lesendur sína um að stinga upp á nafni á Yarisinn en allir góðir bílar og hundar í fjölskyldu maddömunnar hafa haft eitthvert lipurt sérnafn.

3 ummæli:

Picciotta sagði...

Lítill og grænn? Hvað með að kalla hann ( Ora ) Baunina? Selja á Bauninni? Annars dreymdi mig þig og Höbbu í nótt, við vorum komnar aftur í Brúarás og það stóð mikið til, eitthvað fótatraðk eins og þú og Færeyingarnir kallið það, en það endaði með því að við fórum hvergi því ég var svo lengi að hafa mig til og þið voruð ekki sáttar!!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju yfirhöfnina, nú þarftu ekki að kaupa nýja úlpu eða pels fyrir veturinn!

SBS sagði...

Takk fyrir hamingjuóskir með baunabílinn;O) Það er best að muna að afþakka pelsinn hjá feldskeranum Reynir!!!!
Fótatraðk er gott og heilnæmt;O)