Fullir kunna flest ráð nema að það sé af gin&tonic...... Í dag erum maddaman og Páll búin að skrifa eins og vindurinn, taka hverfisrölt að leita að hjólinu án árangurs;O, veiða á leiðinni ýmislegt í kvöldmatinn. Koma heim og elda okkur góðan mat ( lambafillé sem átti að vera á jólunum og opna gott rauðvín með). Síðan ætlum við Páll að tylla okkur eina ferðina enn eftir kvöldmat og vinna í ritgerðinni. Já já maddaman nennir ekki að vera sár mikið lengur út af hjólinu, tryggingarnar ætla meira að segja að hósta upp með pening upp í nýtt hjól, maddaman tekur á sig sjálfsábyrgðina en hjólið reyndist einungis vera tæpra tveggja ára gamalt.
Maddaman enn þá réttu megin við rauða strikið.
miðvikudagur, júlí 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Æi leitt með hjólið, mér fannst þetta alltaf svo flott hjól, þú verður bara að hafa augun hjá þér þegar þú röltir um hverfið.
Kærar kveðjur úr haustveðri í Reykjavík.
Elísabet og Baui
kkk
Fáðu þér þá svona mótorhjól - miklu erfiðara að stela því. Það er svo þungt.
Knús frá Egs. Inga
Takk fyrir samúðarkveðjur vegna rauða fáksins....er að hugsa um að fá mér kannski bara rauða vespu í staðinn. Eða að fara að binda bara allt við mig sem að ég má ekki missa.....
Væri ekki ráð fyrir þig að semja við bróður þinn um eitt rautt hross í stað hjólsins? Það er mun erfiðara að stela hrossi en hjóli og svo geturðu bara étið það áður en þú kemur heim...
hahaha..... góð Elsa!!! Mér finnst hugmyndin hrikalega góð ;)
En hvenær er aftur von á þér heim á klakann??
....gleymdi undirskrift
Kveðja, Ragnhildur A
Jamm næst þegar ég fer til langdvala erlendis verður það ríðandi!! Ég kem heim í lok ágúst;O)
Ég bendi á hross sem bróðir vor á (reyndar bara tryppi) sem gæti komið sterk inn sem samgöngutæki erlendis og heitir því geðþekka nafni "Sigga litla Kerúlf". Kveðja sys
Alltsvo ber þessi nafngift til kynna einhver andleg tengsl bróður vors við einhverjar Kjérúf kellingar...
Skrifa ummæli