Hinn ágæti færeyski nágranni maddömunnar kom með alla fjölskylduna sína heim í dag eftir tveggja vikna dvöl á Krít ásamt móður sinni og systkinum. Með börnum og mökum heldur maddaman að þau telji 25 manns. Það hefði ekki þurft að leggja svona ferðalag á maddömunna enda engin hætta á að þessi fjölskylda hennar fari út fyrir fjórðunginn.
Þá er HM lokið og maddaman hefur aldrei fylgst af meiri áhuga með keppninni, reyndar saumaði maddaman fána á síðasta HM til að styðja Danmörku. Það voru nú glaðir dagar á D-600 ganginum!!
Maddaman ætlaði vart vatni að halda yfir Zidane kallinum og skilur betur í dag viðbrögð hans en hún gerði í gær.
mánudagur, júlí 10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli