Maddaman og Páll svitna mikið um þessar mundir bæði af skelfingu við hvað ágúst kemur fljótt en þó aðallega af því að hitabylgjan er að drepa þau. Páll vildi fara á strípiströnd í gær en maddaman gleðispillir bannaði honum það eins og allt skemmtilegt.
Nú er kannski lag að koma sér í sund hérna en maddaman hefur áður lýst því í góðra manna hópi að til að halda lífi í dönskum sundlaugum þarf viðkomandi allavega að hafa komist í úrtökuhóp fyrir ólympíuliðið. Maddaman hefur tvisvar farið í sund í DK og var með gæsahúð og kuldahroll í marga daga á eftir. Maddaman hlakkar ógurlega til að komast í íslensku sundlaugarnar sínar og Vesturbæjarlaugin svíkur engan.
laugardagur, júlí 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli