miðvikudagur, júní 21

Frændur....

Ætla aðeins að leggja frá mér madddömmutitilinn....
Í kvöld hitti ég Hlyn frænda í lyftunni. Fyrst glápti ég á hann eins og naut í nývirki og svo áttaði ég mig og hann líka. Það var tekið verulega langt lyftuspjall og mér þótti reglulega vænt um að sjá hann. Það er skrýtið að þó að við Hlynur séum þremenningar og ólumst upp ekki svo ýkja langt hvort frá öðru þá kynntist ég honum og systkinum hans ekkert fyrr en í menntaskóla en þá voru þeir bræður Pálmi og Hlynur þar og svo kom Fjölnir í kjölfarið. Þegar ég svo fór seinna meir að vinna á sambýlinu kynntist ég svo Heiðu systur þeirra sem mér líkaði mjög vel við. En síðan í menntaskóla ríkir sérstakur vinskapur á milli okkar frændsystkina og mér finnst þeir bræður alltaf vera svo miklir frændur mínir. Ömmur okkar Hlyns voru systur, aldar upp á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Þegar foreldrar mínir hófu búskap að vorlagi 1972 í hinum nýbyggðu Sumarhúsum voru Gunna frænka og Halldór maður hennar fyrstu gestirnir sem drukku kaffi í nýja húsinu en þau bjuggu úti í Hjaltastaðaþinghá og voru ekki daglegir gestir út í Hlíð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í kvöld!!!

RT