Maddaman á sér uppháhaldsstund á sólarhringnum eins og allir sennilega. Það eru reyndar tveir tímapunktar og það er snemma morguns þegar borgin er að vakna, ávaxtasalarnir eru að stilla fram vörum sínum og dagurinn blasir við ferskur og fagur.
Hin tímasetningin er milli 23:30 og 00:30 þegar íbúarnir eru að sofna, þá situr maddaman gjarnan við gluggann og reykir eina til tvær sígarettur ( í óbeinum, maddaman gæti ekki hugsað sér að reykja sjálf) og stundum horfir hún smá stund á býflugurnar suða í kúpunum sínum áður en þær fara sofa.
föstudagur, júní 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli