sunnudagur, apríl 23

Látnir ástmenn.....

Einn af þeim mönnum sem að maddaman er og hefur verið verulega skotin í og er að sjálfsögðu löngu dauður eins og flestir af þeim sem maddaman leggur lag sitt við.
Það er Páll Ólafsson frá Hallfreðarstöðum sem skipar sérstakan sess í huga maddömunnar. Einhvernveginn duttu maddömunni þessar vísur hans í hug í morgun þegar hún vaknaði. Reyndar finnst maddömunni þessar vísur eiga gríðarlega vel við mann sem að hún kynntist einu sinni.

Ég hef svo margan morgun vaknað
magaveikur um dagana,
heilsu minnar og hreysti saknað,
haft timburmenn et cetera,
heyrt í mér sjálfum hjartað slá
hendurnar skolfið eins og strá.

Svo þegar blessað kaffið kemur,
koníak, sykur, rjómi, víf,
þá hverfur allt sem geðið gremur,
þá gefst mér aftur heilsa og líf.
Svona var það og er það enn
um alla drykkju- og kvennamenn

Engin ummæli: