fimmtudagur, október 27

Til góðs vinar liggja gagnvegir.....

Maddaman er komin heim í Heiðardalinn! Ahhhhh svooo gottt!!!
Þrátt fyrir að hafa verið með fuglaflensuna nánast allan tímann, náði maddaman að vera mikið með góðum vinum sínum, prófa alla sófa og rúm hjá þeim og snýta upp öllum lambapappírnum þeirra, drekka koníakið þeirra og borða verkjalyfin þeirra.
Maddaman er svo heppin að hún á alvega einstaklega góða vini sem að Guð gaf henni og hann var ekki að spara við Maddömuna þann daginn. Maddaman var að hugsa um það í flugvélinni sem og oft áður hvað hún væri heppin kona að eiga allt þetta góða fólk fyir vini;o)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar
Takk fyrir síðast, alltaf gaman að sjá þig og heyra. Þú verður að eiga koníaksdreitilinn inni þangað til næst, ekki víst að ég lumi á amerískum vöfflum þá og íslensku góðgæti þá.
Kv Begga

Nafnlaus sagði...

Snökt snökt....Lofarðu að koma næst til mín? Ég á alltaf vín, verkjatöflur, rúm og sófa:)
Kv. Arna.

SBS sagði...

Takk, takk:O) Begga
Já lofa að koma næst Arna, ætlaði mér að koma núna en var svo slæm af þessari pest að ég fór lítið og vildi ekki færa drengjunum þínum og ykkur þessa vondu pest!

Nafnlaus sagði...

Skil það vel og takk fyrir hugulsemina....stóla á að sjá þig næst. Hlakka til:) Bkv. Arna.