Það eru komnar fleiri snúrur í líf maddömunnar og á heimili hennar, en samt til að losa hana við eina leiðinlega snúru, þurfti aðrar snúrur. Maddaman er komin með þráðlausa nettengingu og getur núna legið í fleti sínu meðal annars og skrifað samtímasöguna. En mesti kosturinn er þó að þurfa ekki að strekkja snúrurnar yfir allt heimilið þegar setið er að verki við eldhús/vinnuborðið við skriftir!
Þetta kostaði mikið pirr og vesen og límingarnar á maddömunni alveg að gefa sig en þökk sé vasklegum framgangi Brennu-Böðvars þá gekk þetta upp.
Í gær var maddaman með bjóð og var það mikið fjör. Börnin sem voru í bjóðinu voru (og eru að eðlisfari) svo stillt og góð að annað eins hefur vart sést í Evrópu gjörvallri. Það er gaman að halda bjóð og maddaman ætti að gera meira að því, kannski ætti maddaman að stefna að því að halda jólabjóð næst.
Takk fyrir komuna;0)
sunnudagur, október 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
fann þig.nú ætla ég að lesa þig. en ég skal ekki éta þig.
ó jeminn hvað þetta er skemmtileg lesning. takk fyrir.
Hélt að ég gæti falið mig 4ever en þú máttir alveg finna mig;o)
kveðja
Skrifa ummæli