Maddaman ætlar að blogga aðeins til þess að gleðja mannkynið.
Maddaman er með síma í láni frá glæpafyrirtækinu sem að hún kaupir af símaþjónustu.
Sá sími heitir Nokia tralalala eitthvað og er miklu betri en Motorola sími maddömunnar ( sem að hún hefur aldrei lært almennilega á og finnst hann þess vegna ómögulegur). Motorola síminn er nefnilega í viðgerð vegna þess að skjárinn á honum va alltaf "svooooona blár"( minnir maddömuna bara á Sódómu Reykjavík:0)
Allt um allt er maddaman með þetta tæki undir höndum og var að senda svokallað smáskilaboð og vildi ganga úr skugga um að viðkomandi persóna hefði móttekið þau. Fer í þar til gert box sem að sýnir manni send skilaboð. Þá sér maddaman mikið af skilaboðum sem að greinilega tilheyra fyrrum lánshafa sama símtækis. Maddaman ákvað að fara aðeins í persónunjósnir og varð heldur betur margs vísari.
Konan sem að var með símtæki fór í andlitsbað og nudd á milli 16 og 17 1. september sl og gat þar af leiðandi ekki hitt vinkonu sína á kaffihúsi. Hún mælti sér þess í stað mót við hana seinna. Hún staðfesti boð um að koma í matarboð seinna í vikunni og mælti sér mót við Peter á Bryggen klukkan 16:15 einhvern daginn. Sömuleiðis upplýsti hún einhvern annan um að hún væri búin að mæla sér mót við sama Peter. En rúsínan í pylsuendanum er sú að konan er í eldheitu ástarsambandi við Sören og tjáði honum í mörgum lööööngum skilaboðum um ýmsar holdlegar fýsnir sínar og hverju Sören mætti eiga von á þegar hann drattaðist heim úr vinnunni (sem að maddömunni skildist að sliti óþarflega mikið sundur daginn fyrir þeim!!!).
Til allra hamingju er þetta líf bláókunnugs fólks sem að um ræðir, þrátt fyrir að maddaman hafi séð fullt nafn konunnar. Maddaman er hins vegar svo mikil risaeðla í sér að hún myndi sennilega aldrei senda söngelska, drykkfellda Skagfirðingnum svona skilaboð. Þetta vekur maddömuna líka til umhugsunar um hvað númtíma tækni hefur breytt öllum samskiptum fólks. Til dæmis ef að H.C. Andersen hefði bara getað smassað á gelluna sem að hann var að missa vitið yfir þá hefði hann aldrei spænt upp heilt skópar á að rölta í götunni hennar í von um að sjá henni bregða fyrir.
Jónas hefði aldrei ort "Nú andar suðrið" og langa langa amma hefði aldrei sest að Syðri-Vík og allt hefði þetta breytt mannkynssögunni heilmikið.
Maddaman í miklum pælingum!!!!
miðvikudagur, september 14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli