miðvikudagur, september 14

Pakistaninn á kombakk.....

Þetta er búin að vera langur og strangur dagur, fyrst í háskólanum og svo í aukavinnunni. Þar var maddaman með félagsráðgjöf fyrir konu í Árósum sem að ætlaði aldrei að hætta ræða við hana um húsnæðisvandamál dótturinnar sem að enginn skilur betur en maddaman hvursu erfitt það er að eiga hvergi höfði sínu að halla í ókunnugum borgum. Maddaman ráðlagði henni allt hvað hún gat og flæktist að sjálfsögðu inn í fjármál fjölskyldunnar fyrir vikið.
Þegar búið var að leysa þetta ákvað maddaman að hressa sig við og ná í vikulegan skammt sinn af AFD sem eru ekki eiturlyf heldur skammstöfun fyrir Alt for damerne sem er afskaplega fínt dömublað. Það sækir maddaman til Pakistanans sem að bókstaflega brjálaðist af gleði yfir að sjá hana og benti á höfuð sér og sagðist vera mjög klikkaður í höfðinu í dag og maddaman ætti að hjálpa honum að leysa það. Síðan smalaði hann öllum vinum sínum út úr bakherberginu og sagði maddömunni að hann yrði að ræða við hana fjölskylduvandamál!!! Maddaman hrökklaðist þarna inn (maddaman hefur all verulega yfirburði í stærð&þyngd&kröftum engar áhyggjur) og svo sagði hann maddömunni frá ástandinu á systur sinni í Saudi-Arabíu og plönum hennar um að flýja til Pakistan. Maddaman hrósaði honum fyrir að ætla að hjálpa systur sinni og börnunum til ættingjanna í Pakistan frá vonda eiginmanninum og hann tárfelldi af gleði yfir gæðum maddömunnar og sagði henni að hún bæri góða strauma með sér og gæfu! Síðan sagðist maddaman þurfa heim en hún hefði lofað Skagfirðingnum söngelska að vera fljót í förum!!!! Stundum finnst maddömunni að hún sé leikari í bíómynd þar sem að ekki er stuðst sérstaklega við handrit.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja ef þér líður eins og í kvikmynd hvernig heldurðu þá að okkur diggum aðdáendum þínum líði. Þú viðheldur andlegri heilsu okkar svo um munar. Hvenær fær maður svo að bera þennan söngglaða Skagfirðing augum?
Kv Begga

Nafnlaus sagði...

Segðu:o) Söngglaði Skagfirðingurinn er afsakplega lítið fyrir samkvæmislífið og þar með frábrugðinn sambýlingnum, svo gerir hann út frá Þórshöfn í Færeyjum svo að þetta er allt flókið;o)
SBS

Nafnlaus sagði...

Hver er þessi sönglaði?og hvað hlutverki gegnir hann í lífi þínu?Ég er orðin virkilega forvitinn.
Farðu svo vel með þig.

ps.mér finnst þú ekki skrifa nógu oft,þessi skemmtilegu skrif gleðja ætíð mitt litla hjarta.

SBS sagði...

Takk fyrir það! Þessi söngelski er gríðarlega var um mannorð sitt og yfir höfuð liggja litlar upplýsingar um hann á lausu;o)