þriðjudagur, júlí 5

Júlíblogg

Það hefur svo margt á daga maddömunnar drifið síðan síðast að hún veit ekki hvar hún á að byrja. Allavega hafa góðir gestir frá Íslandi sótt hana heim undanfarnar tvær vikur. Maddaman fór til Rommeyjunnar á Vestur Jótlandi um helgina ásamt góðum vinum! Maddaman fann þó aldrei rommlindina þrátt fyrir ítrekaða leit ( enda ekki nokkur leið að skilja þetta fólk sem býr þarna!) og ekki einu sinni svo mikið sem feyskin rommkút! Mýflugurnar á Rommeyju sáu sér þó leik á borði að tappa af maddömunni íslensku fersku blóði og eru útlimir maddömunnar vægast sagt ófrýnilegir á að líta! Veðrið var eins og á póstkortum frá útlöndum, sól og blíða og ægilega fínt!
Aðaláhygjuefnið hér í landi er það hvort Bush sé með koddann sinn með sér eða ekki! Maddaman verður að segja að ef að þetta væru áhyggjurnar hennar þá væri henni ekki órótt!
Annars hyggst maddaman halda í víking bráðlega og hefur fengið sér ljón til að hafa í íbúðinni á meðan!

Engin ummæli: