mánudagur, júlí 25

Hundadagar...

Maddaman er komin heim til sín eftir vægast sagt velheppnað sumarfrí! Hæst bar til tíðinda að einn sólríkan sumardaginn tókst maddömunni að læsa sig úti á tröppum aðaldyramegin á búgarði Sumarhúsabóndans. Það hefði þó verið sannarlega allt í góðu lagi ef að maddaman hefði ekki verið berrössuð á tánum eins og segir í laginu, en maddaman var í afskaplega skjóllitllum streng kenndum við G með eitt lítið og lúið handklæði sér til stuðnings á efripartinum! Þetta væri allt í allt heldur ekki fréttnæmt ef að búgarður Sumarhúsabóndans væri ekki óþægilega nálægt alfaraleið og maddaman telur að ekki færri en 15 bílar hafi ekið hjá meðan maddaman með annari hendinni hélt handklæðinu saman og notaði hina hendina og neðripartinn til að hamra á hurðinni sem að alls ekki opnaðist. En eftir drykklanga stund hrökk hurðin loksin upp og maddaman spýttist inn og kveikti skjálfandi á Rás 1 sem að meðal annars hefur það göfuga hlutverk að vara alla íslendinga við hverskonar náttúruhamförum. En engar tilkynningar bárust um að aka ætti hjáleið vegna þessara hamfara á tröppum Sumarhúsabóndans!
Hins vegar kom sá hinn sami bóndi seinna sama dag og sagði maddömunni ákaflega spaklega að hann héldi að umferðin hefði verið alveg með mesta móti daginn þann!

Engin ummæli: