fimmtudagur, júlí 28

Fjósaklettur

Það virðist sem aðdáendahópur maddömunnar hafi fjölmennt snemma á þjóðhátíð þetta árið. Maddaman og helstu brjóstbirtufélagar hennar gerðu reyndar heiðursmannasamkomulag um síðustu helgi að fjölmenna á þjóðhátíð í Eyjum á næsta ári "af því að hluti af klassískri menntun íslendinga er víst að hafa farið einhverntímann á þjóðhátíð". Enda hefur þorrinn af frumburðum fólks orðið til á þjóðhátíð og margir orðið að láta sig hafa restina!
Maddaman veit þó ekki hvað verður úr þessum plönum, hún er satt að segja engin rosaleg áhugamanneskja um þjóðhátíðir. Tók þó þó þátt í allavega einni ef ekki tveimur Eiða útihátíðum sem að sennilega hafa verið heldur glataðri en Viðeyjardæmið hjá Adda, Palla og Bergþóru um árið! Þar var svefnpoka maddömunnar stolið á fyrstu nóttu en maddaman gefur þó kredit fyrir að vínið sem var kyrfilega geymt í honum var skilið eftir! Jet Black Joe var aðalbandið ásamt GCD. Maddaman var líka þáttakandi í fyrstu Halló Akureyri hátíðinni sem haldin var öllum til skelfingar. Einhvern tímann var líka farið á Vopnaskak. Þannig að glöggir lesendur átta sig á því að þessi ferðalög hafa verið mjög landshlutabundin! En toppurinn hefði að sjálfsöguðu verið að vera í Atlavík með Ringó að rölta um árið en þá var maddaman rétt nýlega sloppin úr húfuskotti guðs og ekki samkvæmisfær. Sá eimitt í fréttablaðinu á dögunum að grínistinn Steinn Ármann hafði glatað sakleysi sínu á Atlavíkurhátíð (enda sennilega ekki mörg tækifæri á Borgarfirði eystra!!)
En maddaman heldur samt að Herjólfsdalurinn slái ekki U2 út!!!

3 ummæli:

Picciotta sagði...

var ég ekki með í þeirri ferð? Man allavegana eftir að það hafi líka verið stolið af mér svefnpoka... og einhver góð manneskja sofandi inn í tjaldi á meðan ósköpin dundu yfir... eitthvað rámar mig í þetta

Nafnlaus sagði...

Jú jú mikil ósköp...en þú fékkst þinn aftur sökum vasklegrar framgöngu móður þinnar! En það er svo sem ekki það dýrmætasta sem að stolið hefur verið frá mér á ævinni! En er komið svar?
Maddaman

Picciotta sagði...

hei.. ég fékk inngöngu... en þeir sögðu mér samt sem aður ekkert um það hversu mikið væri metið inn af eldra námi..Hann Pellesen skólastjóri bauð mig bara blessunarlega velkomna í skólann og ég þarf að ákveða helst í gær hvað ég á að gera... hvað á ég að gera????Akureyri eða Kaupmannahöfn???