Þú Danmörk, mín draumljufa pandekage
með drykkfellda þjóð som æder svin!
Hafmeyjan smáa fékk hausinn tilbage;
hugstætt er jafnan det danske grín
þessi vísa er úr bókinni Meiri Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson, þetta er hvað bestu unglingabækur sem að skrifaðar hafa verið á íslenska tungu að mati maddömunnar.
En ástæðan fyrir því að maddömunni datt þetta í hug er sú að maddaman brá sér í lágvöruverslunina áðan, eins og oft áður að versla nýlenduvörur.
Maddaman verslar mikið í þessari búð sökum verðlags sem er lágt en það þýðir líka að það er ekki mikið vöruúrval. Maddömuni þykir það þó kostur vegna þess að freistingunum fækkar mikið við að varan sé ekki til eða takmarkað úrval af henni. Enda fékk maddaman áfall þegar hún fór í Hagkaup í Kringlunni með vinkonu sinni í vetur og sá allan óþarfann sem þar er á boðstólum. Maddömunni finnst ekki skrýtið að verð á matvöru á Fróninu sé í hærri kantinum, það er gjörsamlega allt til þarna. Það er aukinheldur verið að transporta með danskar flödebollur í gámum til Íslands!!!
Maddömunni finnst alveg makalaust að það sé til innflutt kex í einum 3 rekkum meðan að íslenska þjóðin slær örugglega met, kannski þó næst á eftir Bandaríkjamönnum í kex og kaffibrauðsframleiðslu!
En þetta var gríðarlegur útidúr frá vísunni en hangir samt allt á sömu spýtunni!
Maddaman verslaði meðal annars pakka af morgunkorni, sem er nokkuð sem að maddaman kaupir ekki oft, bæði vegna þess að hann er frekar dýr og þetta er morgunkorn sem er aðeins sætt, minnir á hunangsseríos en þó ekki jafn sætt. Síðan paufast maddaman út með föggur sínar til að láta í körfuna á hjólinu, þá er búið að leggja öðru hjóli fyrir framan maddömufákinn og einhver súla þarna á óheppilegum stað.
Maddaman missir þá alla stjórn á morgunkornspakkanum sem að var lausbeislaður og hann fellur á stéttina. Þá ber að hjálpsaman róna með hornös sem að treðst að þarna, til að aðstoða maddömuna með morgunkornið þrátt fyrir viljayfirlýsingar af hennar hálfu að hún réði við þessar aðstæður sjálf. Svo styður róninn við hjólið meðan maddaman beygir sig eftir pakkanum og þá kom að þjóðaríþrótt dananna; afskiptasemi og níska! "Nú hvað þú ert bara með dýra vöru þarna, segir róninn! Á ÉG að segja ÞÉR hvað er langhollasta og ódýrasta morgunkornið segir hornasaróninn í fræðandi tón. Já já segir maddaman, mér er nú vel kunnugt um að það eru hafragrjón. "Eimitt eimitt" sagði róninn ægilega hamingjusamur yfir því að vera svona góður í hagfræði og heilsufræði.
Það er þetta sem að maddaman þolir ekki við þessa annars ágætu þjóð. Þolir ekki þessa afskipasemi, ef að þú ætlar að gera einhverjum greiða þá gerir þú það án þess að prédika eða skipta sér af hvað viðkomandi er að versla. Maddaman hefur ekki tölu á því hvað hún hefur oft upplifað svona aðstæður hér. Fyrsta skipti þegar maddaman eftir að hafa verið heilt sumar í því að stumra yfir dönskum vanþakklátum gamalmennum fór og keypti sér rúm og skrifborðsstól í Rúmfatalagernum! Þá er einhver gamla hækjan þar og sér þegar maddaman tekur upp 500 kalla búntið til að borga og þá segir gamla í alskrækasta "allirhafaþaðsvogottnemaég" tóninum sínum "ja ég sé að unga fólkið nú á dögum hefur nóg á milli handanna"
Maddaman snéri sér við og sagði með sínu blíðasta brosið "já veistu og ég vann meira að segja fyrir hverri einustu krónu sjálf og ráðstafa þeim þess vegna að eigin geðþótta!
Samræður okkar urðu ekki lengri.
mánudagur, apríl 25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já, láttu þá bara heyra það! Þó danirnir bjóði upp á ódýrari bjór og kex en við þá mega þeir nú ekki leyfa sér hvað sem er:) Gott að heyra að þá er til fólk eins og þú sem lætur þá ekki vaða uppi á skítugum skónum:)
Bkv. Arna.
Já, ég gleymi því aldrei þegar að ein góð bekkjarsystir okkar fór að velta sér upp úr því afhverju ég væri nú eiginlega í kuldaskóm þegar það væri sko ekkert kalt úti........!!!! ;)
Ragna
Já eða afhverju ég var
í utanyfirbuxum þó að engin væri rigningin í augnablikinu.....
Skrifa ummæli