Haha maddaman tók eitt netpróf áðan að gamni sínu
http://www.chilinet.dk/default.asp?id=411&qid=15 og kom það í ljós að hún væri semi slut og hefði sofið hjá stórum hluta vinahópsins!!! Alltaf gaman að því. Maddaman man reyndar bara eftir elfunni en maddaman og hún sváfu mikið saman um helgar hérna vetrarpart í Kaupmannahöfn. Elfan upp við vegginn og maddaman fyrir framan, maddaman hefur aldrei sofið hjá nokkurri manneskju sem að lá eins og lík alla nóttina með spenntar greipar utan um sálmabókina! Maddaman var alltaf skíthrædd um það að morgni, að nú væri bara komið að því að panta fyrir hana í glugglaust!
Annars eru gömlu kallarnir komnir út á sportbílunum og það er alltaf merki þess að það sé komið vor madömunni til mikillar ánægju.
föstudagur, apríl 1
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli