Maddaman er orðin hálf þreytt á Hugh Grant sem að virðist vera fluttur inn í danska sjónvarpið á stórhátíðum í væmnum "stelpu og fjölskyldumyndum" sem eru mjög fjarri raunveruleikanum og er alls ekki nógu "ruddaleg týpa" fyrir maddömuna.
Hins vegar brá maddaman sér í göngutúr um Kristjánshöfn í dag í góðviðrinu eins og allflestir á eyjunni Amager og var það hið besta spásseri. Maddaman tekur stundum félaga Ipod með sér en ekki þegar hún þarf að viða að sér efni um náungann. Ein af piparjónkupassjónum maddömmunnar í þessu lífi fyrir utan það að safna postulíni er að stúdera fólk og þá er Kaupmannahöfn nú aldeilis staðurinn. Hér er svo mikið af mismunandi fólki sem betur fer. Í dag sá maddaman td. manninn sem að sat á næsta borði við hana á kaffihúsi fyrr í vikunni ásamt móður sinni sem að einnig var með í för. Maðurinn með apanna á lírukassanum í rauðu dressi með stóra gyllta hnappa var einnig á vappi með félaga sínum. Hamingjusömu pörin sem vappa um með afurðir sínar í vögnum og kerrum. Líka óhamingjusömu pörin sem pexa og strunsa svo á undan hvort öðru í mótmælaskyni við rangar replikkur í leikþættinum. Svo var það konan í tiger pilsinumeð kaupstaðarlyktina sem að slagaði út af búllu í Kristjánshöfn og söng hástöfum fyrir maddömuna og tvo myndarlega stráka sem að teymdu hjól og spjölluðu um djammið í gær.
Svo voru miðaldra hjón með hálfvaxna unglinga sem að smsuðu félögunum stanslaust um hvað þetta væri glatað að vera á þessu rölti með gamla fólkinu. Svo eru það einfararnir og að sjálfsögðu maddaman kerlingartetrið!
föstudagur, mars 25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gleðilega páska
Gott að vita að það er alltaf nóg að gerast í kringum þig. Vona að þetta hafi allt gengið upp með jarðeplin. Loksins er fermingunum lokið þetta árið hér og við á heimleið á morgun. Enda myndi enda illa ef héldi áfram sem verið hefur í mataræðinu þessa dagana. Kv Begga
Takk sömuleiðis, allt gekk vel með jarðeplin! það verður bara tekið á þvi í ræktinni eftir páska!
kv. SBS
Já, ég sakna þessarra persónupælinga frá því að ég bjó úti. Hérna þætti fólki hálf asnalegt að mæta mér á erindalausu vappi gónandi á allt og alla. Ég tók mér frí frá heimilishaldinu eitt kvöldið og settist á kaffihús með blað, langþráð stund sem loksins varð að veruleika. Þá mætti ung stúlka að borðinu sem ég þekki og spurði mig hvort ég væri ein. Já sagði ég, dauðfengin... en þá sagði hún.. " greyið, viltu ekki koma og setjast hjá okkur?" Ég afþakkaði og útskýrði fyrir henni hversu heilagur tími þetta væri fyrir mig... ég held samt að hún hafi labbað hálfmóðguð til baka.
Í sambandi við lokkana, þá var ég búin að skrifa þakkarbréf, ásamt öðrum fréttum að sjálfsögðu. Það var nú samt eitthvað vesen þegar ég ýtti á send en svo gleymdist það. Ég sest kannski niður einn daginn og skrifa annað.. orðin þreytt eftir þetta málóða komment. Ástarþakkir fyrir að senda lokkana og standa í þessu veseni fyrir mig!
eiimittt er þetta svo mikil snilld því að þú nærð aldrei að einbeita þér eins að því að skoða misunandi fólk, hús bíla og hvað sem fyrir verður ef að þú ert með fleirum. En það er kannski doldið íslenskt og pínulítið fallegt að bjóða mönnum að setjast hjá sér. Þetta mundi maður aldrei upplifa hérna nema um djamm væri að ræða. Hér fá þeir sem vilja vera "lónerar" um stund að vera það! Hlakka til að fá meilið....Bið að heilsa
Skrifa ummæli