fimmtudagur, mars 17

Af gemsum og öðrum kindum....

Maddaman spásséraði í gær til þess að kapa sér nýjan gemsa og fór í þar til gerða búð á horninu! Þar hitti hún fyrir ungan mann sem að hún kolféll fyrir og vissi ekki fyrr til en að hann var búin að selja henni þvílíkt tæknilegan síma sem að tekur myndir, spilar músík og þvær, straujar og bónar skilst maddömmunni!
Það er bara einn galli á gjöf Njarðar og hann er sá að maddaman kann EKKERT á símann og mun örugglega aldrei læra á hann! Ótrúlegt að það skuli ekki vera til símar sem að eru fyrir nörda eins og maddömunna sem að kunna ekkert á svona tæknivæðingu. Maddaman er nefnilega ennþá á því stiginu að finnast gúmmístígvélin mesta tæknibyltingin! Madömunni finnst alveg skelfilegt að hafa látið glepjast svona af þessari karlkyns veru og sitja uppi með síma sem að hún kann ekki að nota!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAAHAHHHAHA.......!!!!!

RLÞ