Madddaman er búin að vera í gríðarlöngu og góðu blogghléi. Sumpart vegna þess að hún brá undir sig betri fætinum og fór til Íslands í viku um daginn í menningar og gagnasöfnun!
Það var mikið góð ferð og gafst tími til að stunda Bókhlöðuna þar sem maddömunni finnst gott að vera, enda maddaman nánast alin upp í hlöðu. Svo voru frændur og vinir sóttir heim og allt saman hið mesta ágæti. Maddaman fékk að búa á Ljósvallagötu guesthouse og þar voru hjónaleysin bara í góðum gír og í óða önn að verða "alvöru hjón". Maddaman bíður spennt eftir "Hvurjum klukkan glymur næst í saumaklúbbnum!
Einnig var skoðuð nýjasta sending af íslending eimitt í sömu saumaklúbbskressu og mikill myndarpiltur, þrátt fyrir að hann kynni illa við sig í örmum maddömunnar, blessaður drengurinn veit ekki að sá staður er friðaður og er að komast á fornminjaskrá UNESCO innan skamms. Fylgist með fréttum.
Hér er Danmörku er ömurlega niðurdrepandi veður og hafísinn örugglega að leggjast upp að gluggunum hjá madddömunni í þessum töluðum orðum! Þvílíkt og annað eins. Maddaman man þá tíð að hún sólbrann á skírdag, lítur út fyrir að maddama fái kalsár næsta skírdag ef að líkum lætur.
Svo er vert að benda hörðustu aðdáendum maddömunnar á það að Siemens M50 gerðin af gsm kann því illa að synda um í 2 tommu borði af Pepsi Max oní handtösku og lét við það lífið. Þannig endilega talið inn skilaboð og kveðjur í stórum stíl....
þriðjudagur, mars 15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að "heyra" í þér góða mín...... RLÞ
Skrifa ummæli