fimmtudagur, febrúar 17

Drullugir sokkar........

Maddaman var hrærð í kvöld yfir velvilja nágranna hennar sem kom og bankaði upp á hjá henni með drullusokk í hendi og bauðst til þess að hreinsa niðurfallið hjá henni! Fyrst að hann nú var byrjaður á annað borð þá fór hann bara til allra nágranna sinna! Maddaman þarf að launa honum greiðann við tækifæri!
Maddaman fór að finna drengina sína sem að höfðu saknað hennar mjög, miðað við fagnaðarlætin og meðal annars fylltu handtöskuna hennar af keðjum til "að nota um helgina" og þótti ekki leiðinlegt þegar kúnnarnir ráku upp stór augu meðan maddaman rjóð í vöngum dró þetta ásamt stórum hengilás upp úr dömulegri handtöskunni!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar

Baraað láta vita að ég kíki stundum inn á síðuna og hef virkilega gaman af.

Kv. Arna

SBS sagði...

Jú takk, en þá er stóra spurningin hvaða Arna ertu, þekki allavega 4 en finnst á ávarpinu að það sé Arna Lára......