miðvikudagur, febrúar 9

Vegna áskorunar.....

Maddaman verður að taka áskorun og blogga aðeins fyrir Rögnuna og byrjar á því að hrósa happi að það er mjööög erfitt að fá innflutt gæludýr til DK og Interflora er vonandi ekki með neitt nema blaðlýs í sölu svo reyndu bara!!
Helst ber það til tíðinda að maddaman er búin að hitta alvörulækni sem flissaði bara að skýrslunni sem að dýralæknirinn nestaði maddömunna með! Lýsti því svo yfir að það væri mjög sjaldgæft að bein tækju upp á því að flytja búferlum á milli líkamsparta! Skoðaði þetta svo sjálfur og sagði maddömunni að þetta væri hnútur á sininni sem er í fætinum, þessi sem að strekkist á þegar tærnar eru beygðar og sagði henni að þetta væri bráðættgengt! Sumarhúsabóndinn er með svona hnúta í höndunum ( maddaman reyndar líka bara litla..... ) og hefur verið skorinn einu sinni upp við þessu en þetta kemur alltaf aftur. Það er hins vegar ekki skorið upp við þessu í fótum!
Maddaman og alvörulæknirinn ætla að deita aftur fljótt en fyrst á maddaman að fara í meiri myndatökur og skoða hvað ófétið er stórt!
Í annan stað ber það helst til tíðinda að maddaman reif sig á smalamennskutíma til að fara að kaupa U2 miða. Það kostaði heilan vinnudag í röð og síðasta miðann sem seldur var í Fona í Amagarcentrinu en prentarinn þar klikkaði og var ekki hægt að prenta miðann út og var maddömunni lofað öllu fögru um að fá miðann sendan í pósti!
Síðan ber það til tíðinda að síminn hringir og maddömunni er tjáð að það sé búið að selja þennan miða öðrum og prenta út hana viðkomandi og maddaman geti bara sótt aurana sína og farið heim og hlustað á gamlan U2 disk og bara klórað sér á meðan!
Maddaman undi því ekki vel og barðist hetjulegri baráttu til þess að ná í þessa glæpamenn sem að stóðu fyrir miðasölunni. Á endanum tókst það og þegar búið var að smjúga fram hjá símastúlkunni sem sannarlega áttaði sig á því að hún myndi ekki losna við þessa víkingakonu af línunni, þá var gefið samband við yfirmann. Eftir að Axel yfirmaður og maddaman höfðu átt góðar og hnitmiðaðar viðræður, þá dró Axel yfirmaður VIP sætamiða upp úr hattinum handa maddömunni og hlakkar til að sjá hana á U2 tónleikum!!!
Já Gunnhildargerðis og Hrjótarþrjóskan samankomnar í genasplæsingu borgar sig svo sannarlega!
Maddaman veit hvar hún verður 31. júlí....ef að miðinn kemur með póstinum!



2 ummæli:

Inga sagði...

Já maður lætur nú ekki vaða svona yfir sig!!!!!! Hrikalega stolt af þér :D Skemmtu þér vel á U2... er abbó...

Inga sagði...

Gleymdi einu... Rannva veit ekki íbúðanúmerið þitt.. þú kannski lætur mig vita svo hún geti skutlað þessu til þín.