sunnudagur, febrúar 27

ammilis.....

Úff, púff...maddaman fagnaði því að vera árinu eldri á föstudagskvöldið og bauð til fagnaðar í partípleisinu! Það var kneyfað öl og ýmsilegt fleira á fljótandi formi. Júllinn kom sterkur inn með gítarinn og þetta var ógurlegt fjör, alllavega fannst maddömunni það! Það var soldil síldartunnustemming í kotinu en þröngt mega sáttir sitja. Fyrir þá vini maddömunnar sem að æddu til útlanda þessa helgi....þá var þetta tóm snilld og rætt var um það í partýinu hvort að menn yfir höfuð komist með á listann næst ef að menn eru í útlöndum á svona góðum dögum.
Nú síðan var haldið á Lúbarinn-síbarinn, allavega þeir hraustustu, hinir fóru heim undir alskyns yfirskini. Síðan var kíkt aftur hingað í eftirpart og um það bil sem að barbafjölskyldurnar voru að bresta á fætur á ganginum var maddaman að loka augunum. Maddaman fékk ægilegar fínar gjafir, rauðvín og gjafabréf og Kim Larsen disk sem að var ekker vinsæll í eftirpartýinu en maddömmunni finnst frábær!!!!
Uppdeit: Það er von á 8unda barninu á ganginum en maddaman sá það stinga sér út úr kápu móður sinnar í fyrradag.
Tips: Það er gott að drekka gin&tonic en varast ber að drekka það fram undir háttatíma!

Engin ummæli: