Maddaman fór allt í einu að hugsa um sína fyrstu sundferð í dag, afhverju veit hún eigi svo gjörla en stundum dettur maddömunni ýmislegt í hug úr fortíðinni og erekki alltaf gott að rekja hversvegna það skaut upp kollinum.
En allavega hefur maddaman alltaf verið áhugasöm um vatn og veru í vatni, í föðurgarði var þó ekki mikið um heita potta og spaaðstöðu. Þannig að þá var bara að taka ráðin í sínar hendur. Landslagið í kringum óðalið er þeirri náttúru gert að það eru ótal tjarnir með vatni í sem að geta þornað upp á góðu sumri.
Ein af þessum tjörnum er beint fyrir neðan bæinn og í henni var mikið vatn þetta sumarið. Þangað var sprangað í félagi við frænku og vinkonu sem að var árinu eldri. Ekki var til neitt sundress en móðir maddömunnar hafði saumað sóldress fagurbleikt upp úr Burda handa dömunni og í því var skálmað af stað og svamlað um í tjörninni. Þessi fyrstu sundtök vöktu vægast sagt ekki neina gleði hjá fjölskyldu maddömunar því að þetta var fyrir daga rotþrarinnnar á bænum og hafnaði úrgangur fjölskyldunnar víst í fagurgrænni brekku ofan við þessa tjörn. Maddömunni og frænkunni var ekki meint af.
En maddaman hefur seinna snorklað við erlenda strönd og sá þá alvöru kúka.....enga fallega fiska eins og stóð í bæklingnum!
miðvikudagur, janúar 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli