Maddaman var í tygjum við pilt nokkurn á síðustu öld. Hann reyndist hvorki vera til frambúðar né sambúðar eins og sagt er. En það skiptir nú engu, mál málanna er að maddömuna dreymdi piltinn hér nýverið og var það ákaflega sérkennilegur draumur. Voru þau að marséra um sveitahótel nokkuð í eigu móður piltsins sem að maddaman heldur að hafi sannarlega fengist við allt annað en hótelrekstur um dagana. En þetta hótel var allavega rosalega flott með turnum, útskotum og allskyns skúmaskotum og á efstu hæðinni var veitingastaður og á öðrum stað krá og þriðja staðnum dansgólf. Þarna voru líka mjög flott svefnherbergi með gömlum útskornum mublum og þarna var maddaman leidd um og sýnt allt hátt og lágt. Það var brjálað að gera á hótelinu og fólk allstaðar þar sem við komum. Minnti á þýskt stórhótel og stóð í fjalllendi.
Maddaman heldur þó að draumurinn hafi í sjálfu sér enga merkingu, hann styður bara það sem maddaman hefur oft tekið eftir áður og það er að þegar maddaman er að lesa fyrir próf þá dreymir hana ótrúlega mikið og það kemur oft fyrir fólk í draumum hennar sem að hún hugsar sjaldan eða aldrei um eða hefur ekki séð í háa herrans tíð. Maddaman heldur að undirmeðvitundin sé undir mikilli pressu að senda upplýsingar á góða staði á nóttunni og þá slái svona stundum saman nokkrum línum!!!! Það er svo sem allt í lagi - bara að það komi fram í hugann réttar og nauðsynlegar upplýsingar á prófinu:o)
miðvikudagur, janúar 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þó ég sé ekkert að læra.. þá hafa draumfarir síðustu nætur verið agalega miklar og tilfinningaþrungnar. Þar-síðustu nótt dreymir mig að Halli fari á hnén og biðji mín, í nótt dreymir mig að hann hætti við mig vegna annarrar konu........ það sem á mann er lagt á nóttunni!
Gott að vita að fantasían er i gangi hjá fleirum en mér!!
Skrifa ummæli