föstudagur, janúar 21

Bóndadagsblogg....

Maddaman eldaði hangikétsflís úr reykhúsi Sumarhúsahjónanna handa bóndanum í tilefni dagsins.....hann lét náttlega ekki sjá sig frekar en vant er þannig að aðstoð var sótt á neðri hæðina við að borða kétlúsina. Það gekk alveg prýðilega og kétið alveg einstakt eins og við er að búast úr smiðju þeirra hjóna. Ora baunir með og alles. Já maddaman klikkar ekki þá sjaldan hún smakkar það.

Engin ummæli: