mánudagur, september 25
Liggaliggalá og ljómandi verður gaman þá.....
Allt ósköp fátt og lítið að frétta. Maddaman er alltaf að bíða eftir sjokkinu sem að fólk fær víst við að flytja heim eftir að hafa búið í úttlöndunum svona lengi. Það er allavega ekki komið enn. Eina sem að maddaman saknar í augnablikinu eru tuskubúðirnar og það má bæta úr því. Annars er allt svo lovlí hérna í Vestubænum að það er hreint með ólíkindum. Bláa hjólið er strax farið að vekja eftirtekt og í morgun hitti maddaman mann með bros á vör og dreifbýlisroða í kinn sem að dáðist að fáknum. Boðar gott ef hægt er að fá deit út á hjólið.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Við svona lestur sveipast Vesturbærinn einhverjum óútskýrðum ljóma sem ég var ekki endilega vör við þegar ég var þar sjálf...... Þú ert greinilega góður penni :-)
Kv, Inga J
Skrifa ummæli