þriðjudagur, september 19

Fyrsta bloggið af Ásvallagötunni......eftir mikla internetmæðu og þriggja vikna prósess!
Allt gott að frétta, allt gengur vel hérna. Vakti mikla furðu í gær hjá samstarfsfólki þegar upp komst að maddaman hefði ekki séð foreldra sína síðan í október á síðastliðnu ári og þá einungis í mýflugumynd. Maddaman var ekkert að skelfa samstarfsfólk sitt með því að skv. þjóðskrá ætti hún líka bróður á lífi sem að maddaman man bara ekki hvenær hún heyrði frá síðast. Minnir samt að hann hafi hringt um páskana 2004. Einnig á maddaman systur og systurdætur skv. þjóðskrá sem búa ótrúlega skammt frá Reykjavík en það virðist vera styttra frá Rvk. en öfugt.
En frændsystkini maddömunnar Perlan og Nökkgrís eru búin að koma og taka hús á henni og er það vel.

Engin ummæli: