föstudagur, júní 30

Down on the corner......

Það er farið að volgna undir rassinum á okkur Páli í orðsins fyllstu merkingu....! Annars er allt meinhægt. Búið er að fara með hægri loppuna í röntgenmyndatöku og greina hana með ýmsa effektasvo sem træskoeffekt og sinasýkingu, en ekkert þó bráðdrepandi. Búið er að banna stælskó og espadrillur og skipta á yfir í vinnuskó með stáltá og íþróttaskó og annan kynþokkafullan búnað.
Maddaman heldur að nú verði hún að gegna doktor Saxa en samningurinn hljóðar upp á að vera lúði á daginn og gella á kvöldin og Saxi gaf grænt ljós á það til að byrja með. Við sjáum hvað setur.........

mánudagur, júní 26

Þyngdar sinnar virði í gulli og rúmlega það.....

Þessi helgi var einstaklega vel heppuð og sannaði að vinir maddömunnar eru fágætir og einstakir.
Takk fyrir allt

miðvikudagur, júní 21

Frændur....

Ætla aðeins að leggja frá mér madddömmutitilinn....
Í kvöld hitti ég Hlyn frænda í lyftunni. Fyrst glápti ég á hann eins og naut í nývirki og svo áttaði ég mig og hann líka. Það var tekið verulega langt lyftuspjall og mér þótti reglulega vænt um að sjá hann. Það er skrýtið að þó að við Hlynur séum þremenningar og ólumst upp ekki svo ýkja langt hvort frá öðru þá kynntist ég honum og systkinum hans ekkert fyrr en í menntaskóla en þá voru þeir bræður Pálmi og Hlynur þar og svo kom Fjölnir í kjölfarið. Þegar ég svo fór seinna meir að vinna á sambýlinu kynntist ég svo Heiðu systur þeirra sem mér líkaði mjög vel við. En síðan í menntaskóla ríkir sérstakur vinskapur á milli okkar frændsystkina og mér finnst þeir bræður alltaf vera svo miklir frændur mínir. Ömmur okkar Hlyns voru systur, aldar upp á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Þegar foreldrar mínir hófu búskap að vorlagi 1972 í hinum nýbyggðu Sumarhúsum voru Gunna frænka og Halldór maður hennar fyrstu gestirnir sem drukku kaffi í nýja húsinu en þau bjuggu úti í Hjaltastaðaþinghá og voru ekki daglegir gestir út í Hlíð.

laugardagur, júní 17

Viljiði þið slökkva á þessu andskotans jibbíjeii.......

Maddaman brá sér á 17. júní hátíðahöldin niður á 5øren í dag. Þar var allt með hefðbundnu sniði mini guðþjónusta og kórastarf, allt íslenska góssið uppselt eftir hálftíma, gróðraskúrinn kom um leið og farið var að syngja Ísland er land þitt og svo kom annar öllu magnaðri skömmu seinna. Fljótlega eftir það ákvað maddaman að stinga af í "Akra" til að halda uppi merki Íslendinga og versla aðeins. Það hefur nefnilega verið útlit fyrir að partýinu yrði aflýst vegna fataleysis maddömunnar en það leystist að hluta til í dag.

föstudagur, júní 16

Kvolitítæm

Maddaman á sér uppháhaldsstund á sólarhringnum eins og allir sennilega. Það eru reyndar tveir tímapunktar og það er snemma morguns þegar borgin er að vakna, ávaxtasalarnir eru að stilla fram vörum sínum og dagurinn blasir við ferskur og fagur.
Hin tímasetningin er milli 23:30 og 00:30 þegar íbúarnir eru að sofna, þá situr maddaman gjarnan við gluggann og reykir eina til tvær sígarettur ( í óbeinum, maddaman gæti ekki hugsað sér að reykja sjálf) og stundum horfir hún smá stund á býflugurnar suða í kúpunum sínum áður en þær fara sofa.

miðvikudagur, júní 14

Ég hef lifað mér til gamans......

Árið 1990 fyrir jólin kom út bók Björns bónda á Löngumýri "Ég hef lifað mér til gamans" ef að maddaman man rétt kom ævisaga Bubba Morthens út fyrir sömu jól og voru þeir í harðri baráttu um metsölu, það var nú á meðan Bubbi elskaði Brynju og allt lék í lyndi.
Maddaman las bæði ævisögu Björns og Bubba og hafði gaman af báðum þótt ólíkt hefðust nú mennirnir að. En maddömunni finnst að menn eigi almennt að stefna að því að lifa sér til gamans eins og Björn.

þriðjudagur, júní 13

Sólardagar.....

Maddaman og Páll eru frekar hot þessa dagana. Í dag er 4 dagurinn þar sem hitinn er nánast óbærilegur. Maddaman og Páll eru mest inni að sinna verkefninu góða sem hefur tekið stökkbreytingum undanfarið. Viftan er komin í gagnið og maddaman vonast til að hún og Páll komist fyrr í rúmið í kvöld en undanfarið en þau sitja og gaufa í hitanum þar til fer að gusta.

Í ágúst er svo til sölu eitt stykki boxer dýna með fótum og með náttborði (Larsen dýna úr Rúmfatalagernum)1,40 á breidd afskaplega lítið notað Páls megin!

1 stk Leksvik bókahilla úr IKEA antikbejset : 93 cmDybde: 32 cmHøjde: 198 cm

Eitt stk eldhúsborð með 4 IKEA stólum

Lysthafendur geta kommentað;O)

þriðjudagur, júní 6

Partýdýr.....

Maddaman er búin að endurheimta blessaða tölvuna sem að er búin að fá nýjan heila og nýja rafhlöðu og nýjan straumbreyti. Jamm og já sem betur fer maddömunni að kostnaðarlausu. Einu sinni gat borgað sig að eyða pjéningum í tryggingar. Með aðstoð góðra manna er svo búið að pota inn í hana mestu af þeim prógrömmum sem að maddaman þarf til að lifa eðlilegu lífi (menn geta svo skilgreint það eins og þeir vilja hvort að líf hennar sé eðlilegt.
Annars er allt meinhægt, ruslafrí í heila viku;O) og veðrið fer batnandi þó að það rigni alltaf nokkrum sinnum á sólarhring. Ójá svo ætlar maddaman að halda smá partý á Jónsmessunni...það passar fyrir djammsjúka að byrja í því og svo er Hróarskelda vikuna eftir!

fimmtudagur, júní 1

Maddaman er búin að fá skammir á öllum vígstöðvum í dag og í gær. Ekki allar sanngjarnar en sumar réttmætar. Lífið er heldur ekki alltaf sanngjarnt. Það hefur leitt til þess að maddaman hefur verið svo geðvond að hún hefur varla getið verið samferða sjálfum sér í dagsins önn.
Þannig að þegar hún verslaði keypti maddaman Alt for damerne til að hressa sig og las uvidað stjörnuspána

Gode resultater på jobbet giver selvtilliden en ekstra tak op. Du overkommer det mest utrolige og finder endda tid til at støtte en kollega. Dagene op til pinsen kan give bryderier med hensyn til kommunikationen af enhver art. Måske udebliver breve, du har set hen til. Men herefter går der hul på bylden, og du bliver kontaktet af venner, naboer, forretningsforbindelser og tidligere kærester. Venus står meget flot til Fiskene i hele perioden (side 70 Alt for damerne 1. juni 2006)

Spennandi......ástarbréfin týnast í póstinum og gömlu kærastarnir dúkka upp. Veit ekki alveg hvort að það er stemmari fyrir því. Annars á einn þeirra sér tvífara hér á görðunum og maddömunni leist ekki á blikuna þegar hún rakst á hann í fyrsta skipti. En allir eiga sér tvífara segir sagan, hef séð Jökulinn í götuteiti í Svíþjóð, Díu frænku mína á harðaspretti í Kvickly og sjálf hefur maddaman sést undir nafninu Birna í Árhúsum og fengið mikið af faðmlögum út á það á síðasta þorrablóti. Alltílagi með það..Birna hlýtur að vera hin vænsta kona!

Leikhúsferði

Maddaman fór við sjöunda mann á stórskemmtilega leiksýningu í Stærekassen ( hluti af konunglega leikhúsinu) í gær. Eldhús eftir máli eftir Svövu Jakobsdóttur. Á undan sýningunni hélt Vigdís Finnbogadóttir vinkona og skólasystir Svövu ræðu um kynni þeirra. Sýningin var bráðskemmtileg og ræðan hennar Vigdísar mjög svo góð lýsing af Svövu. Þetta var gott framtak, maddömmunni fannst skrýtið samt að sjá ekki meira af ungu fólki þarna. Maddömunni finnst ægilega gaman að fara í leikhús, hefur ekki gert mikið af því en þó allavega einu sinni á ári yfirleitt.