Sólin skín og maddaman hefur tekið örlítinn lit. Páll er ekki sóldýrkandi! Húsnæðisvandamál maddömunnar eru leyst og kætist heimsbyggðin yfir því. Maddaman mun búsetja sig í hinu virðulega samfélagi Vesturbæjar og verða með reikning í Melabúðinni og með puttann á púlsinum í Vesturbæjarlauginni,það er að segja ef að öll hin plönin ganga eftir;O)
Viskum sjá!
miðvikudagur, maí 10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hvað varð um Hérað?
Átti ekki að flytjast austur á land?
Kv.Arna
Change of plans mín kæra, getur fengið að vita nánar afhverju með öðrum boðleiðum!
Ég er einmitt nýflutt í Vesturbæinn. Máski við hittumst í Melabúðinni - og þá verður þér nú boðið í kaffiogmeððí.
Ásta Kristín
Vertu velkomin í Vesturbæinn. Það er hvergi betra að vera Selja mín. Melasólin er betri og sterkari en aðrar sólir sagði afi minn, og ekki fór hann með lygar. Við sjáumst á vellinum, því þetta hlýtur að þýða að þú verðir KR-ingur.
Líst vel á kaffi og meðí Ásta. Hvar ertu í Vesturbænum??
Guðjón, mér líst vel á þetta með sterku sólina er nefnilega alltaf svo lengi að verða brún......!
Skrifa ummæli