miðvikudagur, maí 10

Sunshine you make my happy....

Sólin skín og maddaman hefur tekið örlítinn lit. Páll er ekki sóldýrkandi! Húsnæðisvandamál maddömunnar eru leyst og kætist heimsbyggðin yfir því. Maddaman mun búsetja sig í hinu virðulega samfélagi Vesturbæjar og verða með reikning í Melabúðinni og með puttann á púlsinum í Vesturbæjarlauginni,það er að segja ef að öll hin plönin ganga eftir;O)
Viskum sjá!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað varð um Hérað?
Átti ekki að flytjast austur á land?

Kv.Arna

SBS sagði...

Change of plans mín kæra, getur fengið að vita nánar afhverju með öðrum boðleiðum!

Ásta Kristín sagði...

Ég er einmitt nýflutt í Vesturbæinn. Máski við hittumst í Melabúðinni - og þá verður þér nú boðið í kaffiogmeððí.

Ásta Kristín

Guðjón sagði...

Vertu velkomin í Vesturbæinn. Það er hvergi betra að vera Selja mín. Melasólin er betri og sterkari en aðrar sólir sagði afi minn, og ekki fór hann með lygar. Við sjáumst á vellinum, því þetta hlýtur að þýða að þú verðir KR-ingur.

SBS sagði...

Líst vel á kaffi og meðí Ásta. Hvar ertu í Vesturbænum??
Guðjón, mér líst vel á þetta með sterku sólina er nefnilega alltaf svo lengi að verða brún......!