Örgjörvinn er eitthvað bilaður í tölvunni ásamt straumbreytinum og batteríinu sem sendt var til viðgerðar fyrir viku síðan. Restin af tölvunni fór svo til viðgerðar í dag. Erfiðlega reyndist að sannfæra sjoppuna á að maddaman væri svo ábyrg kona að hægt væri að lána henni tölvu til að vinna á þessar 3 til 4 vikur sem að búðin hefur hugsað sér að dunda við að gera við tölvuna. En ef að þetta hefði verið sjónvarp þá væri þetta allt annað mál svo að maddaman hafi nú orðrétt eftir manninum "það er náttúrulega ekki hægt að lifa án sjónvarps í svona langan tíma"! Það er nefnilega það....maddddaman reyndi að benda manninum varlega á að hún og Páll hefðu ekki tíma til að sleikja sólina í 3 vikur og loksins gaf hann sig og bauðst til að lána tölvu án Word með þeim skilyrðum að maddaman eyddi út öllum verksummerkjum eftir sig, rispaði hana ekki, skildi hana aldrei eina eftir heima og yfirhöfuð hirti betur um hana en ungabarn. Maddaman fann hvernig áhyggjuhrukkurnar söfnuðust upp á enni mannsins og hann var alveg komin að því að biðja maddömuna um að fá að koma heim með henni og búa þar þennan tíma svo að ekki kæmi nú neitt fyrir tölvuna!
Þannig að maddaman ákvað að róa manninn og afþakka þetta kostaboð og þáði IBM tölvu nágranna síns að láni. Nágranninn sem er fulltrúi færeysku þjóðarinnar frá Klakksvík og er hreint gull af manni fannst þetta nú ekki mikið mál. Maddaman vonar hinsvegar að tölvan sé ónýt því að þá á hún rétt á að fá nýja tölvu.
mánudagur, maí 15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli