Maddaman er nýkomin úr ondúleringu á Nörrebro hjá hárgreiðslukonunni sem að hún kynntist á þessu ári. Hún er ósköp notaleg stúlka og alltaf gaman að finna hana aukinheldur sem að hún er afskaplega flínk hárgreiðslukona. Dæmigerður duglegur íslendingur, hún er til dæmis sú eina sem að gerir brúðargreiðslur á stofunni. Aðrir treysta sér ekki í það og kunna/nenna ekki.
Maddaman ætlar í meiri ondúleringu í næstu viku hjá annari óndúleríngarkonu og svo fann hún út að það er hægt að láta að líma á sig augnhár til frambúðar, nokkrar mismunandi lengdir í boði.
Svo er mjög inn að láta festa á sig aukahár, svo er hægt að kaupa sér x-mikið sílikon og pota þar sem við á og svo er náttlega alskyns extreme makeover í boði!!! Maddaman ætlar þó ekki að nýta sér alla þessa þjónustu núna en gott að vita af henni ekki satt?