mánudagur, desember 12
Gullskórinn út í glugga og maddaman óskar sér nærklæða í skóinn. Maddaman var nefnilega að kaffihúsast og var að spássera eftir kaffinu og finnst tveir voða myndarlegir strákar vera að horfa mikið á hana. Maddaman reiknaði að sjálfsögðu með að þeir væru alvegaðfarahleypaísigkjark til að spyrja hvort hún vildi giftast þeim báðum..en nei nei þegar að borðinu kom spurði meðreiðarsveinn maddömunnar hvað stæði upp úr bolnum hjá henni...var það ekki helvítis spöngin á brjóstahaldinu að gefa sig og nú er fátt um fína drætti að verða. Spurning um að leita til kommúnunar með styrki;O)