Það er segin saga að þegar maddaman kemst loksins með kíló af hassi að fíla náttúruna þá fær hún aldrei frið til að fílósófera fyrir öðru fólki. Þá dragast eins og seglar að stáli að maddömunni allskonar fólk og dýr. Hundar sem að þurfa að þefa af henni eða bara pissa smá utan í hana. Gamlar konur sem að þurfa að spjalla, fólk að spyrja til vegar, einstæðingar sem að ekki hafa marga til að tala við, gamlir tannlausir menn, rónar að betla péning og öll mannlífsflóran. Maddaman reynir samt að ræða við alla af alúð þó að stundum langi hana meira að huxa í friði eða bara horfa á fólk sem að henni finnst skemmtilegt, bara til að skoða hversu ólík við erum öll.
Annars bárust madömmunni ánægjuleg tíðindi í dag, niðurstöður eru komnar úr stolna prófinu og reyndust þær gríðar jákvæðar og maddömunni til framdráttar. Ólympíunefnd mun þó sennilega ekki falast eftir henni, en hvað um það;o)
miðvikudagur, ágúst 31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
heyrðu ég er búinn að senda þér "planið"um danaveldis ferðina=))
heyrðu planið er komið inn á e-mailið hjá þér=))
Á vafri mínum um veraldarvefinn rakst ég á þessa skemmtilegu síðu og er búin að skemmta mér vel við lesturinn.Þú ert snilldarpenni.
Hef móttekið póstinn og maddaman þakkar hrærð hlý orð í garð maddömunnar!
Maddaman
Hef móttekið póstinn og maddaman þakkar hrærð hlý orð í garð maddömunnar!
Maddaman
Hef móttekið póstinn og maddaman þakkar hrærð hlý orð í garð maddömunnar!
Maddaman
Skrifa ummæli