Gleðilegt sumar og hafið þökk fyrir veturinn!
Í dag er stóri bænadagur en Danir eru eina landið í heiminum sem að taka sér aukadag í það að rækta trú sína og er sá dagur hugsaðir að þá allir trúflokkar kost á því, án þess að vera kenndur við einhvern einstakan trúarhóp. Þessi dagur er búið að vera við lýði síðan 1686 og er alltaf 4 föstudag eftir páska.
Í tilefni sumardagsins fyrsta var farið í grill út á Vesturbrú hjá vinafólki og var það hin besta skemmtun. Seinna um kvöldið slógust norskir vinir gestgjafans í hópinn sem ekki væri í frásögur færandi nema af því að einn af þeim heitir Fróði Kommóða. Það þótti maddömunni frekar sérstakt en Fróði skýrði glaður og reifur frá því að vinir hans kölluðu hann alltaf Frode kommode fuld med hindbær i hovedet!!! Útleggst á því ylhýra Fróði kommóða með fullt höfuð af hindberjum, þetta er vonandi fyndnara á norsku!!! Nema hvað að kommóðu viðhengið er til komið af því að maðurinn vinnur við húsgagnasmíði! Svo að hann bara lét bæta kommóðunni inn í sem millinafni!!! Maddaman gat þá ekki á setið á sér og spurði hvort að það hefði ekki verið pláss fyrir "fuld med hindbær í hoved" á ökuskirteininu!!! En Fróði fór ekki fram á það.
Við gerðum svo bæn okkar í býtið áður en haldið var heím á leið til þess að þurfa ekki að rífa okkur upp í messu snemma í morgun!
föstudagur, apríl 22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæll Bjarni!
Jú, að sjálfsögðu fyrir kristna trú, en þetta er hugsað sem sérstakur dagur þar sem allir trúflokkar geta stundað sín trúarbrögð án þess að dagurinn sé merktur einhverri ákveðinni trú.
kv.
Skrifa ummæli